Vörusmiðjan er með vinnsluleyfi frá Matvælastofnun og framleiðendur og frumkvöðlar eru velkomnir til okkar til að þróa og framleiða sína vöru. Vörusmiðja BioPol er staðsett í gamla frystihúsinu á Skagaströnd.
Í upphafi árs var Þórhildur M. Jónsdóttir ráðin sem verkefnastjóri Vörusmiðjunnar, hún tekur við fyrirspurnum, veitir ráðgjöf og bókar vinnsludaga í Vörusmiðjunni.
Opið er á skrifstofu Vörusmiðjunnar frá 9.00-16.00 alla virka daga, bóka verður Vörusmiðjuna fyrirfram.
Verðskrá:
Heill dagur í framleiðslu 10.000.- mánudaga – föstudaga
Heill dagur í framleiðslu 15.000.- laugardag - sunnudagur
Hálfur dagur í framleiðslu 7.000.-
Frumkvöðlar sem eru að þróa nýja vöru 5.000.- dagurinn
Nánari upplýsingar hjá Þórhildi í síma: 452 2977 / 896 7977 eða í tölvupósti tota@biopol.is