Línurnar voru settar út í lok júlí 2010 og á þeim tíma hefur vaxið á þeim mikið af skel, þær stærstu á bilinu 3-4 cm, sem þykir mjög gott. Næstu skref í ræktunarferlinu er að hreinsa skelina af línunum, stærðarflokka og koma skeljum í svokallaða ræktunarsokka. Með því næst hámarks nýting og afföll verða minni.
Hlutverk BioPol í verkefninu hefur einkum verið að fylgjast með umhverfisþáttum og sjá um sýnatöku. Má þar nefna vöktun á hitastigi, seltu og magni þörunga. Einnig hefur BioPol ehf vaktað stærð og magn kræklingalirfa í sjó, en það er nauðsynlegt til að finna rétta tíman til að setja út línur.