-
09. janúar .2015
Uppfærðar aflatölur fyrir árið 2014
Aflatölur á Skagastrandarhöfn hafa verið uppfærðar fyrir desember 2014 og færðar inn á heimasíðu BioPol ehf. Heildarafli, í desember, var nokkru minni en síðustu tvo mánuði á undan, u.þ.b. 1.000 tonn.
Hægt er að skoða aflatölurnar með því að smella hér eða smella á tengilinn "Afli úr Húnaflóa" hér til hægri.
-
23. Dec .2014
Gleðileg jól
Við hjá BioPol óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum fyrir árið sem er að líða og sjáumst hress á nýju ári.
-
17. Dec .2014
Nýjar greinar komnar í greinasafnið
Alltaf bætist í greinasafnið hjá okkur. Nú hafa þrjár nýjar greinar bæst í safnið en Bjarni Jónsson, fiskifræðingur, er meðhöfundur að þeim öllum. Bjarni hefur stundað rannsóknir á álum og hegðun þeirra. Greinarnar birtust í þremur mismunandi tímaritum, Heredity sem heyrir undir Nature Publishing Group, BMC - Evolutionary Biology og Molecular Biology. Þær fjalla allar á einn eða annan hátt um rannsóknir á álum.








