Skip to Content
  • 02. Dec .2014 Uppfærðar aflatölur

    Aflatölur á Skagastrandarhöfn fyrir nóvembermánuð hafa nú verið færðar inn á síðuna. Magn landaðs afla var nokkuð svipað og í október, þó aðeins minna eða u.þ.b. 1.155 tonn.

    Ábending barst um hugsanlega villu í útreikningum og hefur hún verið leiðrétt, þ.e. samanburður á aflatölum það sem af er ári 2014 við fyrri ár reyndist ekki réttur. Á því er beðist velvirðingar.

  • 06. Oct .2014 Ný grein komin inn

    Ný grein hefur nú bæst í safnið á síðunni, fersk úr prentsmiðjuni. Greinin birtist í tímaritinu ICES Journal of Marine Science og ber heitið „Movements of female lumpfish (Cyclopterus lumpus) around Iceland“. Höfundar hennar eru meðal annarra Dr. James Kennedy, starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar með aðsetur hjá BioPol, og Halldór G. Ólafsson, framkvæmdastjóri BioPol.

  • 06. Oct .2014 Aflatölur aðgengilegar á síðunni

    Ný síða hefur litið dagsins ljós hér á heimasíðunni okkar þar sem hægt er að virða fyrir sér myndrænt aflatölur frá Skagaströnd. Einnig er hægt að sjá samanburð á lönduðum afla milli hafna við Húnaflóa. Stærstur hluti aflatalnanna er frá árinu 2014 en eitt graf sýnir aflatölur á Skagaströnd frá árinu 2011 til 2014.

Biopol