Skip to Content
  • 10. Mar .2011 Laus staða hjá BioPol

    BioPol ehf., Sjávarlíftæknisetur á Skagaströnd og Háskólinn á Akureyri óska eftir að ráða sérfræðing á sviði líftækni, líffræði eða einstakling með sambærilega menntun. Umsækjanda er ætlað að stunda rannsóknir og kennslu á sviði sjávarlíftækni. Sérstaklega er horft til rannsókna á örverum, dýra- og plöntusvifi með hagnýtingu í huga. Einnig er viðkomandi ætlað að móta og byggja upp frekari rannsóknir á þessu sviði. Starfsstöð umsækjanda verður á Skagaströnd.

  • 10. Mar .2011 Jacob Kasper með innlegg á ráðstefnu um grásleppumál.

    Jacob Kasper, starfsmaður BioPol ehf. og Hafrannsóknastofnunar Íslands, hélt þann 4. febrúar síðastliðinn, fyrirlestur á alþjóðlegum fundi um grásleppumál. Fundurinn, sem haldinn var í London, er árlegur viðburður og var nú haldinn í 23. skipti undir yfirskriftinni „Lumpfish Roe Matters“.

  • 10. Mar .2011 BioPol ehf. skrifar undir samning við VeroMara

    Fyrirtækið VeroMara heldur úti viðurkenndum þjónustumælingum fyrir skelfiskræktendur og fiskeldisfyrirtæki. Fyrirtækið er hluti af GlycoMar Limited og er til húsa í the European Centre of Marince Biotechnology í Oban í Skotlandi. Megin styrkur og áherslur fyrirtækisins liggja í rannsóknum í sjávarlíftækni, greiningum á skelfiskeitri og mælingum á ATP-asa virkni í tálknum fiska.

Biopol