-
08. apríl .2011
BioPol tekur þátt í NPP verkefni
Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf. á Skagaströnd var í vikunni formlega boðið að vera aðili að verkefninu NPP WATER sem styrkt er af Norðurslóðaáætlun ESB; NPP (Northern Periphery Programme). Verkefnið miðar að því að minnka þau neikvæðu áhrif sem blómi eitraðra svifþörunga getur haft á kræklingarækt og fiskeldi á jaðarsvæðum.
-
25. Mar .2011
Gestur frá Vero Mara Ltd. í Skotlandi hjá BioPol ehf
Starfsfólk BioPol ehf fékk góðan gest í vikunni. Charlie Bavington framkvæmdastjóri VeroMara í Skotlandi var á Skagaströnd alla síðustu viku til þess að kynna starfsfólki BioPol mismunandi aðferðir við að mæla þörunaeitur í skelfiski.
Á myndinni eru f.v. Bjarni Jónasson, Charlie Bavington og Sarah Nebel
-
10. Mar .2011
Grásleppuvertíðin hafin
Í dag 10. mars er handhöfum grásleppuleyfa heimilt að leggja net sín víðast hvar um landið. Ekki er þó líklegt að margir hafi farið af stað til að leggja þar sem veðurlag er ekki hagstætt til sjóferða.
Starfsfólk BioPol hefur, líkt og grásleppusjómenn;að undanförnu verið að undirbúa sig fyrir komandi grásleppuvertíð. Í ár er áætlað að framkvæma umfangsmiklar lengdarmælingar á hrognkelsum ásamt því að merkja um 2.000 fiska. Lögð verður áhersla á að framkvæma merkingar sem mest í lok vertíðar til þess að auka líkur á endurheimtum á milli ára.








